Hvað eru sveitastjórnamenn að hugsa?

Sveitastjórnamenn eru undrandi og reiðir vegna ræðu Ögmundar á þingi sveitastjórnarmanna á Akureyri, það er þeirra mál, en vegna ummæla hans var ekki ástæða til að ganga út af fundinum.

Hinsvegar er ástæða fyrir flesta sveitastjórnamenn að ganga út vegna eigin starfa.

Menn í flestum sveita og bæjarstjórnum eru uppteknir af þessari sameiningardellu, sem hefur ekki skilað  neinu, hvorki í þjónustu við íbúa né betri afkomu sveitafélaga  Við sameiningar aukast ekki tekjur nema rétt á meðan jöfnunarsjóður er að borga út gulrót sameiningar, eftir það aukast aðeins gjöld  vegna dýrari stjórnsýslu.

Það var ekki tilviljun að sumir sem sátu þing Sambands sveitafélaga á Vesturlandi nýverið urðu fúlir einnig við áðurnefndan Ögmund, vegna ummæla hans þar að hann myndi ekki þvínga sveitafélög í sameiningu, afhverju skildi það nú vera að slík ummæli færu illa í menn, það er vegna þess að þeir eru hræddir við að íbúar muni fella frekari sameiningar af fenginni reynslu.

Enda er raunin sú að flest öll sveitafélög sem hafa gengið til sameiningar eru á hausnum og allflestir íbúar hundóánægðir. OG nú er næsta vitleysan það að taka yfir málaflokk  málefni fatlaðra,

jafnvel þótt ríkisendurskoðun  hafi sagt að sá málaflokkur hafi ekki verið kostnaðargreyndur og þótt forræðið  og stefnumörkun verði áfram hjá ríkinu .

Lærðu menn ekkert á yfirtöku grunnskólana.

Sveitastjórnir sem ekki geta ynnt af höndum greyðslur til þeirra verkefna sem þær eru skildugar samkv lögum að inna af hendi  t.d eyðingu refa og minka ættu ekki að vera að gapa yfir vekefnum sem vitað er fyrirfram að ekki munu fylgja  nægar greyðslur með.

Því hefðu þeir allir sem einn átt að ganga út, ekki aðeins fyrir norðan heldur úr sinni sveitarstjórn

Þetta eru mestmegnis framapotarar og lobbýistar,og flestir með slæmt minni, sé litð til loforða fyrir kosningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri H Jóhannesson

Höfundur

Snorri H Jóhannesson
Snorri H Jóhannesson
Bóndi í Hálsasveit, Hef áhuga á flestu sem snertir náttúru frá botni stöðuvatna til norðurljósa, einnig annt um sjálfstæði þjóðarinnar.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 681

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband