10.4.2010 | 11:21
Skýrslan .
Nú sér loksins í klaufir á þessari margum töluðu skýrslu, fæðing hennar hefur dregist úr hömlu og kunna að vera til þess gildar ástæður.
Allt virkar okkar réttarkerfi seint og sumum finnst einnig illa, hin stærri mál öll dregin fram yfir fyrningartíma þannig að loksins þegar og ef dómar eru kveðnir upp, eru mál látin falla niður vegna þess hve langan tíma tók að ransaka og taka fyrir.
Hitt er furðulegt hvernig nafni minn formaður félags lögreglumanna tjáir sig ,ætlar lögreglan að nýta sér þetta ástand í kjarabaráttu? Að lögregla sé að terroisera þjóðina er til háborinar skammar, og ekki síður að hóta að verja ekki veraldlega hluti, eða hætta ekki lífi og limum komi til uppreisnar, hverskonar bull er þetta hver segir að til slíks komi? Jafnvel biskupinn hvetur fólk til að mæta í safnaðarheimili og lesa plaggið, en það verður væntanlega ekki gert á einum degi, 3000 síður af torfi. Menn eiga ekki að gefa sér fyrirfram að allt gangi af göflunum, lesum fyrst. Verði sú raunin að mál verði send til saksóknara í framhaldi af vinnu nefndarinnara, liggur ljóst fyrir að jafnvel þótt einhverjir verði dæmdir til vistar í fangelsi, komast þeir ekki að næstu árin þau eru öll yfir full.
Ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvernig megi bæta ástand í fangelsis málum , fyrir liggur að ansi stór hluti þeirra sem þar eru bera erlent ríkisfang, mín tillaga er að gefa þeim öllum upp sakir og senda þá til síns heima frítt og tryggja að þeir komi ekki aftur til landsins.
Framsal óyndismanna og kvenna tekur langan tíma sé farið eftir þeim leikreglum sem gilda um slíka og þá skilst mér að ósk um framsal þurfi að koma frá þeirra heimalandi, sem virðist borin von. Hvað hét rússinn Sirynofsky minnir mig sem vildi gera Ísland að fanga nýlendu, það er að verða raunin. Sendum þetta lið heim frítt þá verður til nóg pláss og hægt að fresta bygginu fangelsis þar til betur árar, og þá verður hægt að loka inni umsvifalaust í þrjá mánuði konuna sem tók sér eina kippu af jólaöli og var dæmd nýverið. Íslenskt réttarkerfi virðist ekki ráða við stærri mál en svo sem eina kippu af öli og eitt lambslæri eins og dæmin sanna. Og eru menn búnir að gleyma drengnum sem fékk sér eina flösku af coke í bónusbúðinni þar sem hann vann og var rekinn, enda siðferðið þar á bæ á háu stigi. Ég er ekki að réttlæta það að menn steli , en refsingar eiga að vera í samræmi við hversu miklu er stolið, sé kippa af jólaöli ásamt broti á skilorði tilefni til þriggja mánaða fangelsis ,hvað um hundruði miljarða og glæframennsku sem leiðir til skertra lífskjara þjóðarinnar um ókomin ár?
Um bloggið
Snorri H Jóhannesson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.