Færsluflokkur: Menntun og skóli

Heyrðu, heyrðu

Ég er að velta því fyrir mér  hvenær menn byrjuðu að svara  öllum spurningum  með heyrðu.

Þetta tröllríður öllu nú til dags. þegar ég var til sjós fyrir mörgum árum minnist ég þess að  í talstöðva í samskiptum hófu menn gjarnan svarið á þennan veg. Dæmi, Jón hvað ert þú að nota mikinn vír þarna úti í kantinum, svar heyrðu Davíð ég er með 250 faðma.

Hvernig þetta hefur orðið svo algengt sem raun ber vitni í almennu máli  skil ég ekki, eftilvill eru menn og konur að kaupa sér frest á svari umhugsunarfrest. ÉG hef frekar vanist því að þetta orð sé notað í samræðum vilji menn grípa frammí eða komast að með sýna skoðun.

'I IDOL þætti nýverið voru keppendur spurð um hve stór páskaegg þau hefðu fengið öll svöruðu  heyrðu ég fékk, þá hljóðaði næsta spurning og hvað stóð á málshætti, og sagan endurtók sig. Jón 'Olafsson sá ágæti maður sem er einn af dómurum  sá ástæðu til að vekja máls á þessu.

Fyrir mörgum árum var í tísku að hefja svar með því að segja ,  "ég myndi segja" þetta og hitt, þetta er nú að mestu horfið, sem betur fer, og vonandi fer eins fyrir  heyrðu.

Annars er ég ekki mikill íslensku maður  en hef örlitla málvitund og læt fara í taugarnar á mér auðheyranlegar ambögur, sem eru reyndar orðnar all algengar í fjölmiðlum þrátt fyrir  að starfandi séu málfarsráðunautar td á RUV. Þar glymur alla daga að fréttir séu samkvæmt  lögreglunni samkvæmt  veðurstofu osfv. Ekki samkv heimildum  frá viðkomandi, eða einfaldlega "að sögn" Þeir tímar koma að ég velti fyrir mér til hvers td ruv sé með málfarsráðunaut.

Heyrt hef ég að menn telji  að málið sé í þróun og ekkert sé eðlilegra , ekki veit ég  en það kann að vera en læt þetta fara í taugarnar á mér.

kv sn


Um bloggið

Snorri H Jóhannesson

Höfundur

Snorri H Jóhannesson
Snorri H Jóhannesson
Bóndi í Hálsasveit, Hef áhuga á flestu sem snertir náttúru frá botni stöðuvatna til norðurljósa, einnig annt um sjálfstæði þjóðarinnar.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband