Heyrðu, heyrðu

Ég er að velta því fyrir mér  hvenær menn byrjuðu að svara  öllum spurningum  með heyrðu.

Þetta tröllríður öllu nú til dags. þegar ég var til sjós fyrir mörgum árum minnist ég þess að  í talstöðva í samskiptum hófu menn gjarnan svarið á þennan veg. Dæmi, Jón hvað ert þú að nota mikinn vír þarna úti í kantinum, svar heyrðu Davíð ég er með 250 faðma.

Hvernig þetta hefur orðið svo algengt sem raun ber vitni í almennu máli  skil ég ekki, eftilvill eru menn og konur að kaupa sér frest á svari umhugsunarfrest. ÉG hef frekar vanist því að þetta orð sé notað í samræðum vilji menn grípa frammí eða komast að með sýna skoðun.

'I IDOL þætti nýverið voru keppendur spurð um hve stór páskaegg þau hefðu fengið öll svöruðu  heyrðu ég fékk, þá hljóðaði næsta spurning og hvað stóð á málshætti, og sagan endurtók sig. Jón 'Olafsson sá ágæti maður sem er einn af dómurum  sá ástæðu til að vekja máls á þessu.

Fyrir mörgum árum var í tísku að hefja svar með því að segja ,  "ég myndi segja" þetta og hitt, þetta er nú að mestu horfið, sem betur fer, og vonandi fer eins fyrir  heyrðu.

Annars er ég ekki mikill íslensku maður  en hef örlitla málvitund og læt fara í taugarnar á mér auðheyranlegar ambögur, sem eru reyndar orðnar all algengar í fjölmiðlum þrátt fyrir  að starfandi séu málfarsráðunautar td á RUV. Þar glymur alla daga að fréttir séu samkvæmt  lögreglunni samkvæmt  veðurstofu osfv. Ekki samkv heimildum  frá viðkomandi, eða einfaldlega "að sögn" Þeir tímar koma að ég velti fyrir mér til hvers td ruv sé með málfarsráðunaut.

Heyrt hef ég að menn telji  að málið sé í þróun og ekkert sé eðlilegra , ekki veit ég  en það kann að vera en læt þetta fara í taugarnar á mér.

kv sn


Á hvaða leið erum við?

Gleðilegan kosningadag.

Ég ef ekki til þessa tekið þátt í umræðum hér áður, en aðeins í tilefni dagsins.

Ekki veit ég hvernig hinn almenni kjósandi hefur upplifað umræðurnar í sjónvarpinu í gær, en enn og aftur komast frambjóðendur upp með að svara í hálf kveðnum vísum, þrátt fyrir að stjórnendur þáttarins  reyndu að knýja fram svör.

Það er ljóst að Samfylkingin  er að notfæra sér ástandið í þjóðfélaginu til að koma fram sínu eina stefnumáli , máli sem ekki er til til þess fallið að  bæta stöðu heimila og fyrirtækja strax.

Það er öllum sem vilja vita ljóst að umsóknarferli að ESB tekur mörg ár og kostar óhemju fjármagn.'Eg er sammála þeirri leið að kjósa um það hvort hefja eigi viðræður við ESB ´meirhluti þjóðarinnar á að sjálfsögðu að ráða því, sé ekki vilji til að ganga til viðræðna þá nær það ekki lengra og þá sparast sá kostnaður sem af slíku myndi leiða.

Eins og ég hef skilið umræðuna þá er ljóst að Samfylkingunni er ekkert heilagt  þegar kemur að skilyrðum aðildar, Jóhanna nefndi í sjónvarpsþættinum ásamt öðru lækkað matvælaverð, það skein í gegn gamla áhugamál kratanna hefja innflutning matvæla, með öllu  sem því kann að fylgja.

Sú staðhæfing að að með því að gerast meðlimir að ESB gætum við haft áhrif á reglugerðasmíð  okkur í hag er eins og hvert annað bull ,sem er ekki boðlegt í umræðunni, eitt atkvæði degur okkur ekki langt.

'Arið 2001, minntumst við þjóðfundarins 1851. og samstöðu þings og þjóðar gegn þeim ásetningi Dana að gera 'Island að "amti" í ríki sínu. Öll okkar saga  er saga baráttu til  sjálfstæðis og sjálfsforæðis, til að tryggja yfirráð okkar yfir auðlindum til lands og sjávar, stærstum áfanganum lauk á Þingvöllum árið 1944, og síðan með útfærslu landhelginar, í áföngum til 200 mílna.

Verði bókstafstrúarmönnum Samfylkingar  og þeirra fylgisveinum trúað fyrir samningsumboði okkar í Brussel, komi til þess þá er full ástæða til að hafa áhyggjur, áhyggjur af fullveldi, sjávarútvegi landbúnaði. Mættu gengnar kynslóðir mæla þá má fara nærri um álit þeirra á slíku.

Farinn að kjósa .  kv Sn

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Snorri H Jóhannesson

Höfundur

Snorri H Jóhannesson
Snorri H Jóhannesson
Bóndi í Hálsasveit, Hef áhuga á flestu sem snertir náttúru frá botni stöðuvatna til norðurljósa, einnig annt um sjálfstæði þjóðarinnar.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband